Teymið

 

Teymið 

Stofnendur SPJARA, Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru félagssálfræðingar sem brenna fyrir að breyta því hvernig við nálgumst tísku.

Kristín Edda er framkvæmdarstjóri og sér um þau margvíslegu verkefni sem fylgja daglegum rekstri fataleigunnar, allt frá fjármálum til saumaskaps. Hún hefur áralanga reynslu sem stílisti.

Sigríður Guðjónsdóttir er með tæknimálin, stefnumótun, greiningar og í raun allt annað tilfallandi sem rúmast innan sólarhringsins meðfram fullri vinnu sem notendarannsakandi hjá Reykjavíkurborg. 

Hildur Ragnarsdóttir bættist nýlega í teymið og sinnir hún samfélagsmiðlum og markaðsmálum og stendur vaktina. Hún kemur sterk inn með reynslu frá verslunarrekstri og frá erlendri fataleigu.

Sagan

Teymið kom fyrst saman í ágúst 2020 í Spjaraþoni Umhverfisstofnunar sem gekk út á að finna lausnir við textílsóun. Lausnin okkar, fataleigan SPJARA, bar sigur úr býtum og ákváðum við að láta reyna á að gera hugmyndina að veruleika. 

Við tók ár af þrotlausri vinnu meðfram námi, barneignum og ýmsum öðrum verkefnum, sem einkenndist af styrkumsóknum (mest höfnunum), nokkrum bylgjum af heimsfaraldri og alls konar óvæntum aðstæðum. Á slíkum stundum dreif okkur áfram sameiginleg sýn um heim án hraðtísku.

Það er ósk okkar að fleirum verði kleift að neyta (og njóta!) tísku með umhverfisvænni hætti en án þess að það sé mikil fyrirhöfn. 

Leiguvefur SPJARA fór fyrst í loftið rúmlega ári síðar í september 2021 og hafa viðtökur staðið langt fram úr vonum. 

Næsti kafli SPJARA hófst í ágúst 2023 þegar við opnuðum glæsilegt rými á Hallgerðargötunni, eftir að hafa verið með aðstöðu í kjallaraherbergi á farfuglaheimili.